Fjórðungssamband Vestfirðinga sendi inn umsögn við drög að Kerfisáætlun 2018-2027, þann 16. júlí s.l.. Í umsögninni er fagnað tillögum í framkvæmdaáætlun um svæðisbundna uppbyggingu flutningskerfis á sunnanverðum Vestfjörðum með lagningu sæstrengs yfir Arnarfjörð og áformum um hringtengingu flutningskerfis norðan og sunnanverða Vestfjarða.
Vonbrigði er að í drögum að Kerfisáætlun er ekki tekið til umfjöllunar uppbygging á tengipunkti í innanverðu Ísafjarðardjúpi í tengslum við Hvalárvirkjun og fleiri virkjanir við Djúp, Né er fjallað um úrbætur á Vesturlínu. En bæði þessi verkefni eru lykilatriði í hringtengingu raforkukerfis á Vestfjörðum með n-1 tengingu við þéttbýli á Vestfjörðum. Í umsögninni er rakin saga þessa mála og sett fram krafa um að verkefnin komi til umfjöllunar í Kerfisáætlun 2018-2027 og vísað til markmiða sem samþykkt voru í þingsályktun nr 26/148 um uppbyggingu flutningskerfis raforku.