Fara í efni

Culture Moves Europe

Fréttir

Culture Moves Europe

Ferðastyrkir til listamanna og starfsfólks menningarstofnana til að þróa og koma á alþjóðasamstarf á sínu sviði.

Styrkt svið: Arkitektúr, menningararfur, hönnun, fatahönnun, bókmenntaþýðingar, tónlist, sviðslistir og myndlist

Skref fyrir skref fyrir umsækjendur
Ein umsókn, eitt verkefni, einn samstarfsaðili, einn evrópskur áfangastaður
Fyrir 18 ára og eldri
Búseta í Evrópulandi

Einstaklingur getur sótt um en einnig 2-5 manns í hóp. Það skiptir ekki máli hvort að umsækjandinn hafi mikla reynslu – það er verkefnishugmyndin sem gildir. Fyrir verkefni þurfa að vera skilgreindir evrópskir samstarfsaðilar, t.d. félagar í listinni, samtök, stofnanir o.fl.
Boðsbréf eða staðfesting á samstarfi fylgi umsókn.

Verkefnið skal eiga sér stað í öðru Evrópulandi

Tímarammi ferða
Ferð einstaklinga vari 7-60 daga
Ferð hópa vari í 7-21 daga
Ferðastyrkur 350€

Styrkhafar fá ferðstyrk og dagpeninga

Styrkur er hækkaður ef að: umsækjandi er með , hefur með sér barn yngra en 10 ára, ef að þörf er á visa, ef að ferð er farin til eða frá jaðarsvæðum Evrópulanda (t.d. Reunion). Einnig er umsækjendum umbunað fyrir grænan ferðamáta, þe. ef hægt er að forðast flugferðir.

Hægt er að sækja um til 31. maí 2023

Nánar Apply now: new Culture Moves Europe call for artists | Culture and Creativity (europa.eu)

Ef spurningar culturemoveseurope@goethe.de

Skoða á viðburðardagatali