Fara í efni

Umsóknarfrestur Nýsköpunarsjóðs námsmanna - 7. mars kl. 16:00

Fréttir

Nú er orðið tímabært að skila umsóknum um styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, en sá sjóður getur nýst menningarstofnunum vel við að ráða námsmenn til verkefnavinnu, rannsókna og nýsköpunar og þróa þannig starfsemi sína.

Markmið Nýsköpunarsjóðs námsmanna er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.

 

  • Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.

  • Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein.

  • Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna.

  • Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna.

  • Stjórn er heimilt að veita forgang verkefnum taki fyrirtæki eða aðrir aðilar þátt í kostnaði.

  • Úthlutun liggur fyrir í byrjun apríl 2011

  •  

    Hverjir geta sótt um?

    1)    Háskólanemar í grunn- og meistaranámi

    2)    Sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir

    Sjá nánar á www.rannis.is.