Fara í efni

Ungmennaþing Vestfjarða

Fréttir

Ungmennaþing Vestfjarða fer fram á Ísafirði dagana 11.-12. Apríl 2024. Þingið er opið ungmennum fæddum á árunum 2006-2011 með lögheimili á Vestfjörðum.

Þingstjóri er Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. Markmið þingsins er að gefa ungmennum frá Vestfjörðum tækifæri til að kynnast hvort öðru, fræðast um samfélagið og valdefla þau til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif. Þinginu lýkur með kjöri í Ungmennaráð Vestfjarða, sem starfar sem ráðgefandi nefnd fyrir stjórn Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Á þinginu munu þátttakendur hljóta fræðslu, fá tækifæri til að tjá sig og læra hvert af öðru, ásamt því að fara í sund og skemmta sér saman á kvöldvöku.

Þátttaka á þinginu er gjaldfrjáls.

Skráning

Skráningu lýkur á miðnætti föstudagsins 5. apríl. Athugið að takmarkað pláss er í boði.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Vilborgu Pétursdóttur verkefnastjóra á netfangið vilborg@vestfirdir.is.

Skoða á viðburðardagatali