Fara í efni

Úrslit úr ljósmyndakeppni Markaðsstofu Vestfjarða, Mínir Vestfirðir kunn

Fréttir
Verðlaunamyndin
Verðlaunamyndin

Þann 10. júní hófst ljósmyndakeppnin Mínir Vestfirðir sem Markaðsstofa Vestfjarða stóð fyrir. Keppnin stóð í allt sumar eða til 31. ágúst sl. Keppnin gekk vonum framar og komu inn í keppnina 526 myndir.

Keppninni var fylgt eftir með augýsingum á Rás 2 sem og með útdráttum á aukavinningum í þáttum Margrétar Blöndal og Sirrýar.

Dómnefnd skilaði inn niðurstöðu sinni í síðustu viku, var það Guðrún Nína sem hlaut fyrsta sætið og fékk hún að launum iPad mini. Dómnefndin valdi einnig annað og þriðja sæti og voru það Þórður Kristinn og Ásdís Helg sem hlut þann heiður og fá þau að launum ljósmyndabókina Vestfirðir. 

Myndirnar sem komu inn í keppnina verða notaðar til að kynna Vestfirði sem áfangastað ferðamanna og hefur Markaðsstofa Vestfjarða nú þegar gert bækling sem skarta myndum úr keppninni.