Verkefnastjórn Þróunarverkefnasjóðs Flateyrar hefur úthlutað styrkjum til 18 verkefna sem sótt var um í Þróunarverkefnastjóð til nýsköpunar- og þróunarverkefna á Flateyri. Auglýst var eftir umsóknum 5. mars s.l. og rann umsóknarfrestur út 7. apríl s.l..
Til úthlutunar voru 20 milljónir. Alls bárust 26 umsókn. Heildarumfang verkefna er umsóknir lúta að er um 71 milljónir en sótt var um styrki að upphæð um rúmlega 40,3 milljónir. Úthlutað var styrkjum til 18 verkefna tengdum atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og samfélagsþróun. Hætt var við eitt verkefni eftir úthlutun. Verður það fjármagn úthlutað aftur í næstu úthlutun að ári.
Í rökstuðningi verkefnastjórnar kemur fram að flestar umsóknir hafi fallið vel að markmiðum verkefnsins en eins og gefur að skilja hafi ekki verið til fjármagn til að úthluta til allra verkefnanna í þessari umferð. Reynt var að velja sem fjölbreyttust verkefni og m.a. var stuðst við stigagjöf eftir mat á tilteknum þáttum í takt við markmið og áherslur verkefnisins.
Allt eru þetta verkefni sem verkefnastjórn tur líkleg til árangurs og að þau muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf og samfélagið á Flateyri.