Fara í efni

Vefur um sóknaráætlanir landshlutanna

Fréttir

Eins og kunnugt er voru samningar um sóknaráætlanir átta landshluta undirritaðir í Þjóðmenningarhúsinu við hátíðlega athöfn þann 22. mars síðastliðinn. Á vef Stjórnarráðsins hefur nú verið opnaður sérstakur vefur um sóknaráætlanir landshlutanna sem eru sameiginlegt þróunarverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga. Markmiðið er að færa til landshlutanna aukin völd og aukna ábyrgð á forgangsröðun og útdeilingu ríkisfjár til verkefna á sviði byggða- og samfélagsþróunar sem ekki eru falin öðrum með lögum. Tilgangurinn er að ná fram betri nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til aðstæðna.

 

Vefinn um sóknaráætlanir landshlutanna má nálgast undir þessum tengli. Þar má meðal annars finna sóknaráætlanirnar allra landshlutanna fyrir árið 2013 og hér er tengill á Sóknaráætlun Vestfjarða.