Fara í efni

Verðkönnun almenningssamgangna, frestur framlengdur til 21. júlí n.k.

Fréttir

Einhver brögð voru á því að tölvupóstur skilaði sér ekki samtímis til allra aðila varðandi verðkönnun á almeningssamgöngum og hafa aðilar því óskað eftir fresti að þessum sökum. 

 

FV ætlar að verða við þessum óskum og gefa frest til mánudags 21. júlí kl 10.00. Þess er vænst að aukinn frestur gefi aðilum einnig tök á því að  hafa til reiðu öll þau gögn sem óskað er að fylgi svari við verðkönnun. Það flýtir allri vinnu við úrvinnslu málsins og samningar náist fyrir þann 25. júlí n.k.. Nánari gögn og upplýsingar má finna í frétt á heimasiðu FV frá 4. júlí s.l..