Fara í efni

Vestfirðingum öllum boðið á íbúafundi

Fréttir

Í næstu viku verða haldnir íbúafundir um alla Vestfirði þar sem heimafólki er boðið að borðinu til að hafa áhrif á gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði og Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029. Með því að mæta og taka þátt getur fólk haft sitt að segja um hvað fer inn í áætlanir og er okkur sem komum að vinnunni það mikið í mun að íbúar sjálfir upplifi eignarhald yfir þeim.

Fundirnir verða sem hér segir:

27. maí Félagsheimili Patreksfjarðar

29. maí Edinborgarhúsið á Ísafirði

30. maí Félagsheimili Hólmavíkur

30. maí Reykhólaskóli

Allir fundirnir hefjast klukkan 16:30 og verður boðið upp á barnapössun á meðan á þeim stendur. Í lok fundanna verður boðið upp á grillaðar pylsur.

VSÓ ráðgjöf fer fyrir gerð Svæðisskipulags Vestfjarða og hefur sér til fulltingis skipulagsráðgjafafyrirtækið Úrbana sem einnig hefur yfirumsjón með gerð Sóknaráætlunar 2025-2029. Aðilar frá þeim verða á fundunum og segja frá vinnunni sem nú stendur yfir og gefa innsýn í hlutverk og virkni þessara tveggja mikilvægu aðgerðaáætlana. Síðan verður unnið á borðum þar sem mótaðar verða áherslur Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029 og unnið með Framtíðarmyndir Vestfjarða 2050. Niðurstöður hópavinnu og umræðna verða nýttar við mótun framtíðarskipulags og aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði.

Skipulagslýsing svæðisskipulags er aðgengilegt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar 

Allir Vestfirðingar hjartanlega velkomnir!

Hér má lesa meira um fundina