Fara í efni

Vestfirðir og ferðamenn framtíðarinnar - Vestfirðir allt árið

Fréttir

Rúmlega þrjátíu manns mættu á fund Markaðsstofu Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða sem haldinn var á mánudaginn undir yfirskriftinni Vestfirðir og ferðamenn framtíðarinnar – Vestfirðir allt árið.

 

Á fundinum fóru heimamenn yfir nokkur þeirra verkefni sem hafa verið í gangi í ferðaþjónustu á svæðinu, Elías Guðmundsson kynnti verkefnið Sjávarþorpið Suðureyri og Halldór Halldórsson frá Ögur Travel fór yfir samstarfverkefnið Gullkistan Ísafjarðardjúp. Einnig fóru fulltrúar sveitarfélaganna, Ísafjarðarbæjar, Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar yfir sýn og stefnu sveitarfélagsins í ferðaþjónustu. Þá fór Sigríður Ó. Kristjánsdóttir yfir mikilvægi þess að selja upplifun í ferðaþjónustu.

 

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri kynnti Vakann og framkvæmdasjóð ferðamannastaða en sjóðurinn er mikilvægur liður í uppbyggingu ferðamannastaða. Guðrún Bergmann greindi frá yfirstandandi verkefni sveitarfélaganna á Vestfjörðum um umhverfisvottun og fór yfir aukið mikilvægi þess að ferðaþjónustuaðilar sinntu umhverfismálum. Margrét Helga Jóhannsdóttir frá Íslandsstofu mætti og greindi frá því markaðsstarfi sem þeir sinna. Loka erindi dagsins flutti Jón Þór Þorleifsson en helsta umfjöllunarefni hans var kvikmynda- og auglýsingagerð og raunhæfi þess að markaðssetja Vestfirði sem upptökustað.

 

Flesti erindi fundarins eru aðgengileg á heimasíðu Fjórðungssambands Vestfirðinga hérna.