22. maí 2024
Fréttir
Á dögunum var styrkjum úthlutað til atvinnumála kvenna og voru tvær vestfirskar konur á meðal styrkþega. Atvinnumál kvenna er sjóður sem styrkir nýsköpunarverkefni sem konur hafa efnt til og geta þær sótt um vegna gerð viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og launakostnaðar. Konur hafa verið duglegar að sækja um í sjóðinn og í ár bárust 244 umsóknir.
33 verkefni hlutu styrk að þessu sinni. Þeirra á meðal var ræktun lífrænnar burnirótar á norðanverðum Vestfjörðum sem Harpa Lind Kristjánsdóttir stendur að og markaðsetning tilbúinna matvæla úr þangi sem Jamie Lee hjá Fine Foods Islandica vinnur að. Hvort verkefni um sig hlaut 1.000.000 króna í styrk og óskum við þeim Hörpu og Jamie innilega til hamingju!