Vestfjarðastofa, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra á Ströndum. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins Brothættra byggða í Strandabyggð ásamt verkefnastjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs í Strandabyggð. Önnur verkefni verkefnisstjóra miða að því að laða fjárfestingar til Vestfjarða og fjölga þar störfum.
Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% stöðu verkefnisstjóra Brothættra byggða og 50% önnur verkefni Vestfjarðastofu.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
- Reynsla af ráðgjöf, fjárfestingum eða atvinnuþróun æskileg
- Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun æskileg
- Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg
- Reynsla af rekstri kostur
- Frumkvæði, jákvæðni, sköpunargleði, samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvægir eiginleikar
Helstu verkefni:
- Fylgja eftir ákvörðunum verkefnastjórnar
- Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum í byggðunum
- Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila
- Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu
- Gerð viðskiptaáætlana og markaðsgreininga
- Móta tækifæri til atvinnuskapandi fjárfestinga á Vestfjörðum
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsstöð verkefnisstjóra verður á Hólmavík.
Upplýsingar um verkefnið Brothættar byggðir er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is).
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2020.
Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is)
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið: sirry@vestfirdir.is merkt: Verkefnisstjóri á Ströndum.
Strandabyggð:
Strandabyggð samanstendur af þéttbýliskjarnanum Hólmavík og sveitunum þar í kring, og er staðsett á Ströndum á Vestfjörðum. Staðsetningin er hérumbil miðja vegu á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Íbúafjöldinn er um 500 manns, en samfélagið eru einkar fjölbreytilegt og afþreying margvísleg. Sauðfjárbúskapur, fiskveiðar og rækjuvinnsla eru á meðal mikilvægra atvinnugreina á Ströndum, en auk þess ýmis þjónusta á borð við verslun, sparisjóð, heilsugæslu, apótek, póstþjónustu, gistimöguleika, hvalaskoðun, Orkubú og Vegagerð. Hægt er að finna hin ýmsu skólastig í Strandabyggð, s.s. er leikskóli sem tekur við börnum allt niður í 9 mánaða aldur, grunnskóli, dreifnámsdeild á framhaldsskólastigi, fræðslumiðstöð og háskólasetur. Menningarlíf Strandabyggð eru einkar öflugt, en þar eru m.a. að finna öflug söfn á borð við Sauðfjársetur, Galdrasýningu og Steinshús. Á svæðinu er starfrækt öflugt leikfélag, tveir kórar, skokkhópur og gönguklúbbur, svo fátt eitt sé nefnt. Á Hólmavík er íþróttahúsmiðstöð, ræktarsalur og sundlaug, þar sem haldnar eru reglulegar æfingar fyrir yngri kynslóðir, auk þess sem almenningur getur nýtt sér aðstöðuna. Umhverfið í Strandabyggð er fagurt og loftið heilnæmt og þar er gott að búa!