Vestfjarðastofa auglýsir eftir verkefnastjóra með starfsstöð á Patreksfirði. Verkefnastjóri mun sinna verkefnum sem varða atvinnulíf og byggðaþróun á Vestfjörðum svo sem samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.
Vestfjarðastofa er að leita að verkefnastjóra sem hefur samskiptahæfni, frumkvæði og aðlögunarhæfni í breytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Mikilvægt er að verkefnastjóri geti unnið bæði sjálfstætt og sem hluti af teymum.
Menntun og hæfni:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
Framúrskarandi þekking og reynsla við greiningu og úrvinnslu hagtalna
Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
Reynsla af ráðgjöf eða atvinnuþróun kostur
Góð þekking á sjávarútvegi og/eða fiskeldi er kostur
Æskilegt er að verkefnastjóri geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2018.
Áhugasamir sendi kynningarbréf og ferilskrá á netfangið sirry@vestfirdir.is
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir í síma 861 4913 eða ofangreindu netfangi.