Fara í efni

Vesturbyggð - Íþróttakennari í Patreksskóla

Störf í boði

Patreks­skóli leitar að metn­að­ar­fullum, sjálf­stæðum og dríf­andi starfs­manni með mikla þekk­ingu og áhuga á skóla­starfi. Um er að ræða 100% starf.

Í Patreksskóla er gróskumikið skólastarf en meðal áherslna skólans er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Íþróttalíf er gott og fjölbreytt og margir möguleikar fyrir öflugan íþróttakennara. Íþróttaaðstaða er mjög góð, í stóru íþróttahúsi með sundlaug.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast almenna íþrótta- og sundkennslu fyrir skólann.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
  • Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
 

 Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfð hæfni í kennslu íþrótta.
  • Hefur ánægju af að starfa með börnum og unglingum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Getur tileinkað sér skólastefnu Patreksskóla, s.s. Uppeldi til ábyrgðar, Heillaspor o.fl.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Faglegur metnaður.