Fara í efni

Vesturbyggð - Kennari í Patreksskóla

Störf í boði

Vilt þú vera hluti af metn­að­ar­fullum starfs­manna­hópi þar sem skap­andi og fjöl­breyttir kennslu­hættir eru hafðir að leið­ar­ljósi?

Í Patreksskóla er gróskumikið skólastarf en meðal áherslna skólans er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Lögð er áhersla á teymiskennslu/vinnu.

Um er að ræða 50-100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn kennsla.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
  • Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

 Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum á grunnskólastigi.
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
  • Faglegur metnaður.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
  • Getur tileinkað sér skólastefnu Patreksskóla, s.s. Uppeldi til ábyrgðar, Heillaspor o.fl.
  • Góð íslenskukunnátta.

 Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Sækja um starf