Vesturbyggð auglýsir starf skólastjóra Patreksskóla laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna sýn á rekstur skóla og er tilbúinn til að leiða Patreksskóla í samræmi við skólastefnu Vesturbyggðar.
Patreksskóli er samrekinn grunn- og leikskóli. Í skólanum eru um 100 nemendur og þar starfa 30 starfsmenn. Í Patreksskóla er gróskumikið skólastarf en meðal áherslna skólans er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Lögð er áhersla á teymiskennslu/vinnu.
Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg forysta og skólaþróun
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans
- Samstarf við ýmsa aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla er skilyrði
- Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg
- Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og þróun skólastarfs er kostur
- Leiðtogahæfni og metnaður
- Lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2025
Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi, kynnisbréf og upplýsingar um umsagnaraðila. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Starfskjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ og FSL.
Vesturbyggð aðstoðar við að finna húsnæði og veitir flutningsstyrk ef þörf er á.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Arnar Sveinbjörnsson, sviðstjóri fjölskyldusviðs. Umsóknir skal senda á vesturbyggd@vesturbyggd.is.