Forstöðumaður þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Vesturlandi og Vestfjörðum
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns hjá þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar í umdæmi Vestfjarða og Vesturlands, staðsetning forstöðumanns er á Ísafirði eða á Akranesi.
Forstöðumaður ber ábyrgð á og annast daglegan rekstur, stjórn og framkvæmd verkefna þjónustuskrifstofunnar.
Meðal verkefna þjónustuskrifstofunnar eru ráðgjöf og þjónusta við atvinnuleitendur, flóttamenn, atvinnurekendur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Forstöðumaður ber ábyrgð á að almennum ákvæðum upplýsinga og stjórnsýslulaga sé ávallt gætt í starfseminni.
Forstöðumaður heyrir undir sviðsstjóra þjónustusviðs Vinnumálastofnunar.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.
-
Ber ábyrgð á rekstri þjónustuskrifstofunnar.
-
Ber ábyrgð á stjórnun og starfsmannahaldi þjónustuskrifstofunnar.
-
Tekur þátt í öllum daglegum verkefnum þjónustuskrifstofunnar eftir þörfum.
-
Fylgist með árangri þjónustunnar og stuðlar að framþróun hennar.
-
Byggir upp og viðheldur samskipti við hagaðila s.s. félagsþjónustur, atvinnulíf á svæðinu og fræðsluaðila.
-
Önnur tilfallandi verkefni.
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
-
Stjórnendamenntun og stjórnendareynsla er kostur.
-
Stjórnunarhæfni.
-
Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
-
Þekking á félagsþjónustu sveitarfélaga er kostur.
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Frumkvæði og metnaður í starfi.
-
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
-
Stafræn færni til að nýta við framkvæmd og framþróun þjónustuskrifstofunnar er æskileg.