Fara í efni

Vor í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar

Fréttir

Vortónleikar og danssýningar nemenda Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði hefjast í dag. Kl. 17:00 verður fyrri sýning dansnemenda en í kvöld kl. 20:00 fara fram tónleikar gítar- og trommunemenda. Á morgun verður svo seinni sýning dansnemenda og hefst hún kl. 17:00. Á miðvikudag kl. 20:00 verða tónleikar píanónemenda.

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er í eigu tveggja stærstu hluthafa Edinborgarhússins efh., Litla leikklúbbsins og Myndlistarfélagsins á Ísafirði, auk Tónlistarskóla Margrétar Gunnarsdóttur. Skólinn var stofnaður árið 1993 og er uppbygging hans miðuð við að veita almenna fræðslu á sviði myndlistar, leiklistar, tónlistar og danslistar. Listaskólinn býður bæði nám samkvæmt fastri stundaskrá og einstök námskeið.

Þetta kemur fram á www.bb.is.