Með Fyrirheit í tónleikaferð um Vestfirði
Síðastliðið haust kom út hljómplatan Fyrirheit, en aðalflytjandi og lagahöfundur á plötunni er Bjarni Ómar Haraldsson tónlistarmaður og deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík. Þetta er önnur sólóplata Bjarna en árið 1998 sendi hann frá sér plötuna Annað líf. Frá því að platan kom út hafa þeir Bjarni Ómar og Stefán Steinar Jónsson píanóleikari haldið tónleika víða um land og nú er komið að því að þeir heimsæki norðanverða Vestfirði og verða tónleikar frá fimmtudegi fram á sunnudag á Ísafirði, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík og Súðavík.
30. apríl 2009