Verkefnið var auglýst og var fyrirtækjum boðið að sækja um ráðgjöf sér að kostnaðarlausu, níu fyrirtæki sóttu um og tóku þátt í verkefninu árið 2018. Ráðgjafi var fenginn til að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum að því að auka stafræna getu þeirra, tryggja sýnileika á samfélagsmiðlum og til að ráðleggja varðandi næstu skref í stafrænni þróun fyrirtækisins. Árið 2019 verða í boði ýmis námskeið til að efla stafræna getu ferðaþjóna á Vestfjörðum. Árið 2020 sem jafnframt var síðasta ár verkefnisins hélt Ferðamálastofa námskeið um stafræna þróun og markaðsmál. Það var því ákveðið að fylgja eftir þeim námskeiðum með styrkjum til fyrirtækja sem sátu námskeiðið. Voru fyrirtækin styrkt til ýmissra stafrænna mála svo sem gerð bókunarvélar.
Verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu árið 2018, til þriggja ára og er verkefninu lokið.