Vestfirsku þorpin eru hjarta Vestfjarða sem mikilvægt er að ferðamann fái að njóta allt árið. Verkefnið gengur út á að greina aðdráttarafl vestfirskra þorpa og vinna með styrkleika og sérstöðu hvers þorps.
Við gerð Áfangastaðaáætlunar Vestfjarða kom sterkt fram að vinna þyrfti að frekari þróun á afþreyingu innan þorpanna á Vestfjörðum. Var horft til þróunar afþreyingar sem ferðamenn gætu sjálfir nýtt, svo sem göngu- eða hjólaleiða en jafnframt skipulagðra ferða og afþreyingar sem ferðaskipuleggjendur gætu selt.
Ákveðið var að byrja að vinna með þremur þorpum, Þingeyri, Hólmavík og Tálknafirði, fleiri staðir gætu bæst við síðar, en verkefnið stendur frá 2018-2020.
Verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu árið 2018, til þriggja ára.
Verkefnið var 2020 sameinað verkefni Vestfjarðaleiðarinnar enda vinna bæði verkefnin að sömu markmiðum.