5.- 6. apríl
Patreksfjörður
Safnabingó fyrir púka á öllum aldri! Komdu á Minjasafnið að Hnjóti dagana 5.-6. apríl og fáðu í hendur glæsilegt bingóspjald, unnið af Birtu Ósmann Þórhallsdóttur og Camille Salmon í Skriðu, Patreksfirði í samstarfi við safnið. Á spjaldinu eru handunnar teikningar af safngripum og fræðandi texti sem tengist sögu og menningu svæðisins.