Fara í efni

10 ár frá stofnun Háskólaseturs Vestfjarða

Fréttir

Í dag eru liðin tíu ár frá því að Háskólasetur Vestfjarða var stofnað á fundi á Ísafirði. Stofnaðilar setursins voru 42 og hófst starfsemin svo tæpu ári síðar eða í janúar 2006. Þá þegar hafði Peter Weiss forstöðumaður hafið störf en hann var ráðinn frá ágúst 2005. Meðal stofnaðila eru allir háskólar landsins, rannsóknarstofnanir sem tengjast Vestfjörðum eða hafa útibú hér, stofnanir í Vestrahúsinu, svetarfélög á Vestfjörðum og fyrirtæki og stofnanir sem sinna rannsóknum, fræðslu og þróun í víðum skilningi. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar Háskólasetrinu hjartanlega til hamingju með stofnafmælið.

 

Á þessum tíu árum sem liðið hafa hefur starfsemin þróast mikið. Frá upphafi hefur þjónusta við fjarnemendur á háskólastigi verið mikilvægur þáttur í starfseminni en á síðari árum hefur meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun orðið að hryggjarstykki starfseminnar.