Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti sem haldið var á Laugarhóli Bjarnarfirði er nú lokið. Þingið var virkt og líflegt, og góð mæting hjá sveitarstjórnarfulltrúum á svæðinu. Fjöldi ályktana lá fyrir þinginu og að loknum nefndarstörfum og afgreiðslu ályktana voru samþykktar af þinginu 18 ályktanir.
Kosið var til stjórnar og varastjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Gylfi Ólafsson, Ísafjarðarbæ, var kjörinn nýr formaður, en Jóhanna Ösp Einarsdóttir sem hefur verið formaður undanfarin fjögur ár, lætur af störfum. Ný í stjórn eru einnig Hildur Aradóttir, Kaldrananeshreppi og Tryggvi Bjarnason, Vesturbyggð. Sem nýr varamaður kemur inn Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, Vesturbyggð.
Á morgun koma ályktanir þingsins inn á vef okkar og í vikunni verða birtar fréttir um einstök mál.