Fara í efni

Akstur á milli Patreksfjarðar -Brjánslækjar og Ísafjarðar byrjar mánudaginn 25. ágúst.

Fréttir

Fjórðungssamband Vestfirðinga og Ferðaþjónusta Vestfjarða ehf hafa samið um akstur á sérleyfinu  Patreksfjörður- Brjánslækur- Ísafjörður. Fyrsta áætlunarferð verður ekin mánudaginn 25. ágúst n.k.  Leiðin verður tvískipt, annars vegar milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar, hins vegar milli Ísafjarðar og Brjánslækjar. Áætlað er að ferðir milli Ísafjarðar og Brjánslækjar verði í boði þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga til 15 september en eftir það verður fjöldi ferða endurskoðaður. Áætlað er að ferðir milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar verði daglega allt árið. Tímasetningar taka mið af áætlun Baldurs yfir Breiðafjörð.

 

Áætlunin er sem hér segir:

Frá Ísafirði:         kl.14:45

Frá Þingeyri N1: kl.  15:30

Brjánslækur:       kl.  17:45

Patreksfjörður    kl.  18:30

 

Frá Patreksfirði: kl. 16:45

Brjánslæk:            kl. 17:45

Þingeyri:              kl. 19:50

Ísafirði:                kl.20:30

 

Ekið verður frá biðskýli við Pollgötu, Ísafirði og að /frá Ferðamannamiðstöðinni á Patreksfirði. Ekið er um Pollgötu, Skutulsfjarðarbraut og um Vestfjarðarveg 60 til Patreksfjarðar.  Farþegar geta stigið af/ á  við N1 á Þingeyri og á Brjánslæk .

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um ferðir hjá Ferðaþjónustu Vestfjarða (Westfjords adventures) í síma :456-5006 –eða með tölvupóst á info@westfjordsadventures.com

 

Grundvöllur þessa samnings er einkaleyfi landshlutasamtaka sveitarfélaga, hér Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), með vísan til ákvæða samnings um almenningssamgöngur á Vestfjörðum sem FV hefur gert við Vegagerðina dags. 30. júlí 2012. Nánar tiltekið ákvæði um einkaleyfi í 1. mgr. 7. gr. laga nr 73/2011 um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi.