Fara í efni

Alvarlegar athugasemdir við frumvarp um skeldýrarækt

Fréttir

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um skeldýrarækt. Fjórðungssamband Vestfirðinga gerir alvarlegar athugasemdir við efni frumvarpsins þar sem nær algjörlega er horft framhjá aðkomu sveitarfélaga að skipulagi þessa nýja málaflokks. Fjórðungssamband Vestfirðinga leggur áherslu á aðkomu sveitarfélaga á skipulag starfsemi sem fer fram innan strandsvæðis þeirra, á sama hátt og þeim er falið skipulagsvald á landi, í annan stað að horft sé fram til að stækka þá lögsögu. Tillögur frumvarpsins er að ráðherra fari með það vald að geta sagt fyrir um ræktunarsvæði við landið án þess að sveitarstjórnir hafi nokkuð um það að segja. Fjórðungssambandið bendir einnig á að hér er um nýjan málaflokk að ræða sem á gefur tækifæri til að auka við verkefni sveitarfélaga eða sameiginlegra stofnanan þeirra s.s. heilbrigðisnefnda. Umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga má finna í heild sinni hér.