Fara í efni

Ályktanir 59. Fjórðungsþings

Fréttir

Fjórðungsþing Vestfirðinga var nú haldið í fyrsta sinn í á Þingeyri dagana 3.-4. október. Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum fjölmenntu á þingið og fóru þingstörfin vel og skipulega fram þrátt fyrir nokkra röskun vegna veðurs á fyrri þingdegi. Fjórðungsþingið ályktaði um fjöldamörg málefni sem varða heill og framtíð Vestfjarða og varð fundarmönnum tíðrætt um samskipti milli ríkis og sveitarfélög og þau verkefni sem vestfirskum sveitarstjórnarmönnum finnst skorta að ríkisvaldið setji nægilegt fjármagn til. Ályktanir þingsins um margvísleg málefni má nálgast undir þessum tengli (pdf skjal).