Fara í efni

Bolungarvíkurkaupstaður semur við Kómedíuleikhúsið

Fréttir

Bolunarvíkurkaupstaður hefur skrifað undir samning við Kómedíuleikhúsið um skipulagningu viðburða og uppákomur til eins árs. Fær leikhúsið 350 þúsund krónur fyrir. Samningurinn gerir ráð fyrir að Kómedíuleikhúsið taki að sér að skipuleggja og halda utan verkefni  eins og leiksýningar hjá Leikskólanum og Grunnskólanum. Bókmenntadagskrá hjá eldri borgurum, í Náttúrgripasafni Vestfjarða og Ósvör og uppákomur á árlegum bæjarhátíðum eins og Markaðsdegi og Ástarviku.

Frá þessu var greint í Svæðisútvarpi Vestfjarða í dag.