Fara í efni

Breytingar á lögum um fiskeldi, fundur með atvinnuveganefnd Alþingis 8. apríl 2014

Fréttir
Fiskeldissvæði á Vestfjörðum
Fiskeldissvæði á Vestfjörðum

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um fiskeldi (71/2008) í lok mars sl. Atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögnum um frumvarpið og skilaði FV umsögn og kynnti efni hennar á fundi með nefndinni þann 8. apríl, á fundinum voru einnig fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga að kynna umsögn sambandsins.

 

FV telur mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga en gerir tillögu um breytingu á frumvarpinu sem tryggi aðild sveitarfélaga að leyfisveitingum á grunni strandsvæðaskipulags. Einnig leggur FV til að stjórnsýsla fiskeldismála verði byggð upp á Vestfjörðum enda stefni í að Vestfirðir verði stærsta fiskeldssvæði landsins. Umsögn FV má finna á vef FV.    

 

Áherslur FV varðandi laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (flutningur verkefna, stofnun sjóðs o.fl.) eru sem hér segir.

  • Fjórðungssamband Vestfirðinga fagnar því að komið sé fram frumvarp til laga sem hefur að markmiði að einfalda lagaramma um fiskeldi. Frumvarpið svarar þeirri gagnrýni atvinnulífs og sveitarfélaga að auka verði skilvirkni stjórnsýslu gagnvart atvinnugreininni. 
  • Fjórðungssamband Vestfirðinga telur að stjórnvöld séu að efla sín stjórntæki sem hafa bein áhrif á skipulag strandsvæða, með tilliti til umhverfis og efnahagslegra þátta. Fjórðungssambandið styður að tekin séu skref í þessa átt en telur það ágalla að ekki sé jafnframt hugað að stjórntækjum er varða samfélagsleg áhrif.
  • Fjórðungssamband Vestfirðinga gerir að tillögu sinni að gerðar verði breytingar á lagagreinum frumvarpsins sem til bráðabrigða tryggi aðkomu sveitarfélaga að ákvörðunum stjórnvalda, en án þess að missa sjónar á markmiðum um einföldun stjórnsýslunnar.
  • Fjórðungssamband Vestfirðinga telur að tækifæri skapist um uppbyggingu stjórnsýslu fiskeldis á Vestfjörðum við breytingar á lögum um fiskeldi og lýsir sig reiðubúið til samstarfs í þeim efnum. 

Umsögn FV í heild sinni má finna hér.