Fara í efni

Byggðasafn Vestfjarða opnar heimasíðu

Fréttir

Byggðasafn Vestfjarða opnaði á dögunum nýja heimsíðu á vefslóðinni www.nedsti.is. Á síðunni eru ýmsar upplýsingar og fróðleikur um safnið. Þar er jafnframt að finna upplýsingar um viðburði á vegum safnsins, en mikið er um að vera hjá því í ár. Byggðasafnið Vestfjarða er tilnefnt til Íslensku safnverðlaunanna sem verða afhent á íslenska safnadeginum, þann 13. júlí, og Farskóli safnmanna verður haldinn á Ísafirði í september. Saltfiskveislur eru reglulegur viðburður í sumar og í sumarbyrjun fékk safnið afhent Harmonikkusafn Ásgeirs Sigurðssonar á Ísafirði.