Fara í efni

Edda Bára til liðs við Bláma

Fréttir Áhersluverkefni sóknaráætlunar

Edda Bára Árnadóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri Bláma. Hún verður með aðsetur á Patreksfirði og er þetta nýtt stöðugildi hjá Bláma og útvíkkun á starfsemi hans víðar um Vestfirði.

Edda Bára hefur starfað sem sérfræðingur hjá KPMG frá því 2018 þar sem verkefni hennar voru einna helst á sviði virðisaukaskatts, aðgerða gegn peningaþvætti og félagaréttar. Hún er með BSc- og ML-gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Edda Bára er upprunalega frá Patreksfirði og er að snúa aftur heim eftir 13 ára fjarveru sem hún segist mjög spennt fyrir. Hún er gift Hilmari Blöndal og eiga þau saman tvær stelpur þær Aríu Rós og Aþenu Gestrúnu.

Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og Vestfjarðastofu. Markmið Bláma er að ýta undir og styðja við orkuskipti í samgöngum og sjávartengdum iðnaði ásamt því að efla nýsköpun á sviði orkunýtingar.