Markaðsstofa Vestfjarða í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til opins fundar þar sem sjónum verður beint að hæfni, gæðum og arðsemi í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Fundurinn fer fram í Bryggjusal Edinborgarhússins, á Ísafirði, mánudaginn 24. apríl kl. 12:00 og verður jafnframt í boði að fylgjast með í streymi.
Fundarstjóri er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.
Á dagskránni verða sjö fjölbreyttir fyrirlestrar um gestrisni, gæði, fræðslu og starfsmannamál. Deginum lýkur með umræðum þar sem Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vestfjarða, mun ræða við þátttakendur um hvernig getum við veitt góða þjónustu allt árið um kring.
Boðið verður upp á hádegismat.
Þátttaka á fundinum er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
Dagskrá:
12:00 - 12:30 Hádegismatur
12:30 - 12:35 Dagskrá hefst
Fundarstjóri Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar
12:35-12:45 Ferðaþjónusta og nærsamfélagið
Skapti Örn Ólafsson, Samtök ferðaþjónustunnar
12:45-13:05 Ráðgjöf og stuðningur fyrir stjórnendur
Margrét Wendt og Valdís Steingrímsdóttir, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar
13:05-13:35 Þjónusta sem skapar aðdáendur
Bjartur Guðmundsson, leikari, fyrirlesari og þjálfari
13:45-14:00 Vestfjarðaleiðin til framtíðar
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vestfjarða
14:00-14:10 Af hverju gerir þau þetta svona?
Nanný Arna Guðmundsdóttir, Borea Adventures
14:10-14:20 Að segja sögu
Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða
14:20-14:30 Tíminn er núna - Hugleiðing um gildi nútíðarinnar fyrir framtíð Vestfjarða
Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri
14:30 - 15:00 Pallborðsumræður: Hvernig geta Vestfirðir boðið upp á góða þjónustu allan ársins hring?
Stjórn umræðu Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vestfjarða. Þátttakendur: Friðbjörg Matthíasdóttir, Gistihúsið við höfnina, Kristján Þór Kristjánsson, Hótel Ísafjörður, Sædís Ólöf Þórsdóttir, Fantastic Fjords, Valgerður María Þorsteinsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar
Skoða á viðburðardagatali