Ný fyrirtækjakönnun landshlutanna gefur athyglisverða mynd af stöðu og þróun atvinnumála á Vestfjörðum. Vaxandi þörf er hjá fiskeldisfyrirtækjunum fyrir starfsfólk, á meðan hefðbundin sjávarútvegur stendur í stað á tímum kvótaniðurskurðar. Aðilar í ferðaþjónustu greindu einnig frá aukinni þörf eftir starfsfólki, sem er ánægjulegur viðsnúningur eftir erfiða tíma.
Þegar kom að hæfni starfsfólks, þá töldu 31% vestfirskra fyrirtækja þörf fyrir hæft starfsfólk, þá sérstaklega með iðnmenntun. Í könnuninni var einnig spurt um þörf fyrir starfsfólk með sérstaka hæfni úr skólakerfinu (er þá átt við menntun til sérhæfðra starfa), en 35% fyrirtækja á Vestfjörðum töldu þörf vera fyrir slíkt starfsfólk. Á landsvísu var þetta hlutfall 24%, fyrir utan Austfirði þar sem sama sérstaka þörf var einnig til staðar.
Það sem vekur athygli í könnunni er hvað fyrirtæki á Vestfjörðum segja skapandi greinar vera stór hluti af starfseminni en 6% af tekjum fyrirtækja á Vestfjörðum má rekja til skapandi greina og er það hæsta hlutfallið á landsvísu fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Í síðustu fyrirtækjakönnun árið 2019 mældist hlutfallið 4,5%. Einnig kom í ljós að vestfirsk fyrirtæki eru upplýst um það stoðkerfi sem þeim stendur til boða. Almennt eykur þekking á stoðkerfinu ánægjuna með það, sem gleður okkur hjá Vestfjarðastofu.
Fyrirtækjakönnunin var unnin af Vífli Karlssyni, hagfræðingi fyrir Byggðastofnun. Könnuninn er hluti af „Fyrirtækjakönnun landshlutanna: Gögn og aðferðir“ sem kemur út bráðlega. Könnunni er gerð árlega og dregið hefur úr þátttöku í könnuninni á Vestfjörðum tóku 130 fyrirtæki þátt árið 2019, en 79 fyrir árið 2022. Það er vonandi að fleiri fyrirtæki taki þátt á næsta ári, því er könnuninn gefur okkur góða mynd af stöðu okkar samanborið við önnur landssvæði.