Fjáraukalög eru tæki stjórnvalda til að taka á ófyrirséðum áföllum í rekstri opinberra verkefna og einnig til að koma af stað brýnum verkefnum. Fjórðungssamband Vestfirðinga leggur áherslu á í umsögn til Alþingis að tekið verði á tveim verkefnum sem falla undir framangreinda flokka.
Annarsvegar krefst Fjórðungssambandið að framlög til BsVest verði aukin á árinu 2015 til að mæta sértækum rekstarvanda í málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum.
Hinsvegar fagnar Fjórðungssambandið því að nú verði veitt fjármagni til að efla sjávarflóðarannsóknir, enda um brýnt mál að ræða vegna hækkandi sjávarstöðu. Hinsvegar eru jafnframt mikil vonbrigði að ekki er lögð áhersla á uppbyggingu starfsstöðvar Veðurstofu Íslands á Ísafirði á þessu starfsviði.
Benda verður hér á stefnu stjórnvalda um eflingu stafsemi hins opinbera á landsbyggðinni. Verkefnið sem hér um ræðir hafði starfstöð Veðurstofu á Ísafirði frumkvæði að og þróaði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og sveitarfélögin á Vestfjörðum. Verkefnið fellur vel að núverandi starfssemi starfstöðvarinnar á sviði ofanflóða og myndi efla starfsteymi Veðurstofu Íslands á sviði flóðarannsókna. Það er því krafa Fjórðungssambandsins að stjórnvöld fylgi nú eftir stefnu sinni um eflingu opinberra starfa á landsbyggðinni með því að beina auknum fjárveitingum til þessa verkefnis til Veðurstofu Íslands á Ísafirði en ekki í Reykjavík.
Sjá nánar hér.