Fara í efni

Fjarfundur - efni Kerfisáætlunar

Fréttir
Mynd: Orkubú Vestfjarða
Mynd: Orkubú Vestfjarða

Orkumál á Vestfjörðum eru nú sem aldrei fyrr, eitt stærsta áherslumál sveitarstjórna og atvinnulífs á Vestfjörðum og þar eru flutningsmál raforku lykilatriði.

Áætlun um framkvæmdir og framtíðarskipulag flutnings raforku um landið eru sett fram í Kerfisáætlun Landsnets.
Drög að nýrri Kerfisáætlun er nú í opnu umsagnarferli og finna má efni hennar á heimsíðu Landsnets Kerfisáætlun 2023-2032 (landsnet.is)

Af þessu tilefni er Vestfjarðastofa í samstarfi við Landsnet að boðar til kynningar í fjarfundi um efni Kerfisáætlunar, mánudaginn 12. júní kl 12.00.

Tengill á fundinn er; 

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Gnýr Guðmundsson forstöðumaður Kerfisþróunar hjá Landsneti mun þar fara yfir áætlunina, kynna helstu áherslur og breytingar frá síðustu áætlun og hvað er framundan þegar kemur að uppbyggingu flutningskerfis raforku á næstu árum með sérstaka áherslu á Vestfirði.

Mikilvægt er að skrá sig á fundinn til að fá fundarhlekk.

Skráning á fundinn