Fara í efni

Fjórðungssamband Vestfirðinga auglýsir eftir verkefnastjóra BsVest

Fréttir

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks bs (BsVest), auglýsir hér með starf verkefnisstjóra á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks.

 

Starfssvið

Verkefnastjóri BsVest hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd þjónustusamnings um málefni fatlaðs fólks og ber ábyrgð á því gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn BsVest að honum sé framfylgt. Verkefnastjóri stýrir vinnu verkefnahóps félagsþjónustusvæða sveitarfélaga er standa að BsVest.

 

Helstu verkefni:

  • Vinna að stefnumótun og framþróun málaflokksins fyrir starfssvæðið
  • Setja og fylgja eftir gæða-og þjónustumarkmiðum þannig að skjólstæðingar fái þá þjónustu sem nauðsynleg er til að efla sjálfstæði þeirra og færni.
  • Vinna að gerð fjárhags-, rekstraráætlana og skýrslugerð vegna starfseminnar.
  • Hafa eftirlit með því að fjárhagslegar skuldbindingar séu samkvæmt ákvæðum þjónustusamnings og stofnanir sem veita fötluðu fólki þjónustu starfi innan ramma laga og fjárveitinga á hverjum tíma.

 

Menntun og hæfniskröfur

Krafist er háskólaprófs sem nýtist í starfi auk reynslu í félagsþjónustu og þekkingar og áhuga á málefnum fatlaðs fólks.Stjórnun og þekking á rekstri verkefna á tilgreindu starfsviði er æskileg.

Leitað er að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu-og skipulagshæfileika. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð tölvuþekking er nauðsynleg, þ.m.t. excel, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga.

 

Staðsetning, upphaf starfs og starfskjör

Staðsetning starfstöðvar er á Vestfjörðum og miðað er við að viðkomandi geti hafið störf hið allra fyrsta. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags

 

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks bs (BsVest) er byggðasamlag sveitarfélaga á Vestfjörðum og er rekið á grundvelli laga um málefnum fatlaðra nr. 59/1992 og lögum um sveitarfélög nr 138/2011. Stjórn og framkvæmdastjórn BsVest er rekin sameiginlega með Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

 

Umsjón með ráðningu og umsóknarfrestur

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri BsVest, adalsteinn@fjordungssamband.is -sími 450 3001 eða 862 6092.

Umsóknarfrestur er settur til og með 11. mars n.k.