Fara í efni

Fjórðungssamband Vestfirðinga er þátttakandi í Norrænu verkefni.

Fréttir

Fjórðungssamband Vestfirðinga er þáttakandi í verkefni er nefnist  „Demographic Project“ en það hefur  íslenska heitið „Mannfjöldabreytingar og fólksfækkun- áhrif þess á efnahag og atvinnulíf“

Verkefnið byrjaði í lok apríl 2014  og er áætlað að það vari í eitt ár, en þá verður skoðað hvort að því verði framlengt um annað ár. Verkefnið  var eitt af verkefnunum sem Nordregio samþykkti að styrkja árið 2014.

Markmið verkefnisins að reyna að finna „lausn“ á fólksfækkun í dreiflum byggðum og fá ungt fólk til að flytja á svæðin. Þrjú lönd eru samstarfsaðilar í verkefninu og eru þau Ísland (Vestfirðir), Svíþjóð (Jämtland) og Finnland (Kainuu).

Starfsmaður í byggðaþróunardeild Lína Björg Tryggvadóttir er verkefnastjóri í verkefninu. Fyrsti fundur verkefnissins fór fram í Åre í Svíþjóð. Þar kynntu verkefnastjórarnir stöðu þeirra svæða er taka þátt í verkefninu og hvað þeir töldu að þyrfti að gera til að ná árangri í fyrir sitt svæði. Þótt svo að svæðin séu misjöfn að stærð, er vandamál þeirra mörg hver þau sömu.

Þann 19 og 20 september nk.  verður haldið byggðaþing á Patreksfirði í samstarfi Háskólaseturs Vestfjarða og Byggðastofnunar og verður efni þess að hluta til tengt þessu norræna verkefni.  

Linkur á sænska frétt vegna verkefnissins http://www.ltz.se/jamtland/krokom/han-lar-ut-om-en-levande-hembygd