Fara í efni

Fjórðungsþing á Patrekstfirði sett

Fréttir

Rétt í þessu var 67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti sett á Patreksfirði. Á þinginu sem að þessu sinni verður þrír dagar er gert ráð fyrir venjubundnu þinghaldi á fimmtudegi og laugardegi en á föstudaginn verður þinghald lokað og munu þinggestir þá fara yfir samstarf sveitarfélagnna á kjörtímabilinu.

Fyrir Fjórðungsþingi liggja tillögur að ályktunum um ýmis málefni, meðal annars tillaga um að hafin verði vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði sem og tillaga um áskorun til ráðherra um að beita sér fyrir því að háskólar landsins bjóði upp á fjölbreytt fjarnám.

Á laugardag mun fara fram kosning stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem og formanns. 

Þessar tillögur sem og fleiri má lesa hér.