22. maí 2017
Fréttir
62. Fjórðungsþing verður haldið í Félagsheimili Bolungarvíkur miðvikudaginn 24. maí nk.
Dagskrá þingsins verður eftirfarandi.
- Skýrsla stjórnar og rekstareininga, sem FV ber ábyrgð á.
- Afgreiðsla ársreikninga og skýrslu endurskoðenda FV og rekstareininga sem FV ber fjárhagslega ábyrgð
- Laun og þóknun til stjórna og nefnda.
- Kosning stjórnar og varastjórnar og kosning formanns, nema á kosningaári til sveitarstjórna, en þá er kosningu frestað til haustþings.
- Kosning í fastanefndir, nema á kosningaári til sveitarstjórna, en þá er kosningu frestað til haustþings.
- Endurskoðuð fjárhagsáætlun starfsársins og ákvörðun um árstillag.
- Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafyrirtækis.
- Ákvörðun dagsetningar haustþings og umfjöllunarefnis.
- Önnur mál löglega fram borin
a. Breyting á samþykktum FV, 4. gr. Fulltrúar á Fjórðungsþingi og atkvæðavægi
b. Innviðabylting á Vestfjörðum. Ásgeir Margeirsson, formaður stjórnar Vesturverks
c. Vestfjarðastofa. Vinnufundur um mótun framtíðarsýnar Vestfjarðastofa. Arnar Jónsson og Róbert Ragnarsson, Capacent.
Rétt er að vekja athygli á því að 4. og 5. liður dagskrár er ekki virkur á þessu þingi þar sem kosið var á 61. Fj.þingi samkvæmt 5. og 9. gr samþykkta.
Þingslit eru áætluð um kl. 17.00
Hægt er að nálgast þinggögn á síðu þingsins http://vestfirdir.is/fjordungssambandid/62_fjordungsthing_2017/