Fara í efni

Fjórðungsþing í Bolungarvík

Fréttir
Bolungarvík
Bolungarvík

62. Fjórðungsþing verður haldið í Félagsheimili Bolungarvíkur miðvikudaginn 24. maí nk.

Dagskrá þingsins verður eftirfarandi.

 

  1. Skýrsla stjórnar og rekstareininga, sem FV ber ábyrgð á.
  2. Afgreiðsla ársreikninga og skýrslu endurskoðenda FV og rekstareininga sem FV ber fjárhagslega ábyrgð
  3. Laun og þóknun til stjórna og nefnda.
  4. Kosning stjórnar og varastjórnar og kosning formanns, nema á kosningaári til sveitarstjórna, en þá er kosningu frestað til haustþings.
  5. Kosning í fastanefndir, nema á kosningaári til sveitarstjórna, en þá er kosningu frestað til haustþings.
  6. Endurskoðuð fjárhagsáætlun starfsársins og ákvörðun um árstillag.
  7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafyrirtækis.
  8. Ákvörðun dagsetningar haustþings og umfjöllunarefnis.
  9. Önnur mál löglega fram borin

a. Breyting á samþykktum FV, 4. gr. Fulltrúar á Fjórðungsþingi og atkvæðavægi

b. Innviðabylting á Vestfjörðum. Ásgeir Margeirsson, formaður stjórnar Vesturverks

c. Vestfjarðastofa. Vinnufundur um mótun framtíðarsýnar Vestfjarðastofa. Arnar Jónsson og Róbert Ragnarsson, Capacent.

 

Rétt er að vekja athygli á því að 4. og 5. liður dagskrár er ekki virkur á þessu þingi þar sem kosið var á 61. Fj.þingi samkvæmt 5. og 9. gr samþykkta.

 

Þingslit eru  áætluð um kl. 17.00

 

Hægt er að nálgast þinggögn á síðu  þingsins http://vestfirdir.is/fjordungssambandid/62_fjordungsthing_2017/