10. október 2013
Fréttir
Stjórn og starfsmenn Fjórðungssambands Vestfirðinga eru mættir í Trékyllisvík í Árneshreppi til að bera saman bækur sínar fyrir 58. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið verður föstudag og laugardag í Félagsheimilinu Árnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem Fjórðungsþing er haldið í Árneshreppi og er von á fjölda sveitarstjórnarmanna af öllum Vestfjörðum og fleiri góðum gestum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um dagskrá þingsins og viðfangsefni undir þessum tengli.