Fara í efni

Fornleifasjóður - frestur til 15. febrúar

Fréttir

Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Veittir verða styrkir til verkefna sem stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngripum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2010. Á fjárlögum 2010 eru 19,1 milljónir króna til ráðstöfunar. Úthlutunarreglur sjóðsins nr. 73/2004 eru birtar í Stjórnartíðindum og á vef mennta-og menningarmálaráðuneytis, menntamalaraduneyti.is.


Umsóknir, í fjórum eintökum, sendist stjórn fornleifasjóðs, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.