Fara í efni

Framlög Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða 2017

Fréttir

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2017 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Samtals eru um 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum, en hluta þeirrar upphæðar hefur þegar verið ráðstafað í styrkjum sem eru ákveðnir til tveggja eða þriggja ára.

Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

  

Alls var úthlutað 45,1 milljón króna. Framlög þessarar úthlutunar skiptast þannig að kr. 32.700.000 kr. er ráðstafað í verkefnastyrki, þar af 8.300.000 kr. til atvinnu- og nýsköpunarverkefna, en 12.400.000 kr. eru merktar stofn- og rekstarstyrkjum til menningarstofnana. Ákveðið var að þessu sinni að veita samtals 53 styrki, en umsóknir voru 100. Það er því auðvelt að reikna að 53% umsókna fékk jákvætt svar, þótt upphæðir séu oft mun lægri en umbeðin upphæð. Framlögin skiptast í 49 verkefnastyrki og 4 stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Styrktarupphæðir eru á bilinu 200 þúsund til 5 milljóna, en meðalupphæð framlaga er um 850.000 kr.

 

Auglýst verður eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð í vor vegna annarrar úthlutunar ársins 2017. Þá verða til ráðstöfunar um 10 milljónir króna.

 

Hér er listi yfir úthlutanir sjóðsins að þessu sinni:

 

Stofn- og rekstrarstyrkir, 4 styrkir upp á alls 12.400.000 kr. sem skiptast þannig:

Rekstur Edinborgarhússins ehf (til eins árs)

- 4.000.000 kr
Galdrasýning á Ströndum (til eins árs)

- 3.500.000 kr
Melrakkasetur Íslands (til þriggja ára) 

-2.500.000 kr
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf (til eins árs)

- 2.400.000 kr
 

 

Stærri verkefnisstyrkir(1.200.000 kr og stærri), 14 styrkir upp á alls 17.700.000 kr. sem skiptast þannig:

1.500.000 kr
Vöruþróun og aðlögun vöruframboðs fyrir nýja markaði (Hafkalk ehf)

Act alone 2017

Aldrei fór ég suður 2017

 

1.200.000 kr

Ég var aldrei barn, sýning um Karítas Skarphéðinsdóttur (Byggðasafn Vestfjarða)

Náttúrubarnaskóli - tilraunir og uppbygging (Sauðfjársetur á Ströndum)

Menningarmiðstöðin Edinborg

Listasafn Samúels (til þriggja ára)

Skóbúðin – hversdagssafnið (Björg Sveinbjörnsdóttir) (til tveggja ára)

Snjóflóða og fræðasýning á Ísafirði (Kristín Halfdánsdóttir)

Saga Flóka Vilgerðarsonar á Íslandi (Frændgarður ehf)

Steinshús og Snjáfjallasetur - menningarferðaþjónusta norðan Djúps (til þriggja ára)

Melódíur minninganna á Bíldudal (Jón Kr. Ólafsson)

Rekjanleiki lambakjöts frá beitilandi til neytenda (Náttúrustofa Vestfjarða) (til þriggja ára)

The Tank (Yasuaki Tanago og Simbahöllin)

 

Minni verkefnisstyrkir(undir 1.200.000 kr), 35 styrkir upp á alls 15.000.000 kr. sem skiptast þannig:

1.000.000 kr

Vöruþróun og markaðssetning fyrir næringarefni og húðvörur úr þara og þangi (Gullsteinn ehf)

 

800.000 kr

Frönsku fiskimennirnir og gamli tíminn - sýning, rannsóknir og heimildaöflun (Látraröst ehf)

 

700.000 kr

Sögur úr sjávarbyggð: Rafræn leiðsögn um Flateyri og Önundarfjörð (Hús og fólk, Flateyri)

Vestfirska vorið (Perlur fjarðarins ehf)

Þróun og markaðsetning á Litlabyli Adventures (Litlabyli Guesthouse ehf)

 

600.000 kr

Greining á þörf fiskeldisfyrirtækja fyrir rannsóknaþjónustu (Náttúrustofa Vestfjarða)

Síðasta haustið - heimildamynd (Síðasta haustið ehf)

Uppbyggingarstarf ungmenna í Vesturbyggð (Rut Einarsdóttir)

 

500.000 kr

Landsmót harmonikuunnenda á Ísafirði 2017 (Harmonikufélag Vestfjarða)

Landsmót Kvennakóra 2017 (Kvennakór Ísafjarðar)

Gísla saga - Víkingaskáli og upplifunarsetur (Marsibil G Kristjánsdóttir)

ArtsIceland og Gallerí Úthverfa (kol&salt ehf)

Skrímsli í 3-D (Félag áhugamanna um skrímslasetur)

 

400.000 kr

Tónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar

Sumarskóli í vistvænum arkitektúr (Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar)

Gamanmyndahátíð Flateyrar 2017 (Kvikmyndafélagið Gláma)

Blús milli fjalls og fjöru (Sigurjón Páll Hauksson)

Þegar vatnið fraus - sérsýning um heita vatnið á Drangsnesi (Aðalbjörg Óskarsdóttir)

Tengsl Íslands og Grænlands á fyrri hluta 20. Aldar (Safnahúsið Ísafirði)

Sumardagskrá Minjasafnsins að Hnjóti

Hjartanshjallur (Halla Ólafsdóttir)

 

300.000 kr

List á Vestfjörðum, kynningarrit Félags vestfirskra listamanna.

Tónlist með bátavélum (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf)

Sætt & Salt súkkulaði (Elsa G Borgarsdóttir)

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar Þingeyri

Hornstrandir - myndir og minningar (Johanne Verbockhaven)

Fjölskyldan saman, 5 steinar í Reykhólahreppi (Jóhanna Ösp Einarsdóttir)

Arnbjörn - Kvikmyndahandrit í fullri lengd (Eyþór Jóvinsson)

Vestfirska þjóðfræðivefjan (Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa)

 

200.000 kr

Yfirfærsla gamalla hljóðrita vestfirskra tónlistarmanna á stafrænt form (Tónlistarskóli Ísafjarðar)

Allt annað en drasl - POP-UP endurvinnslustöð (Hanna Jónsdóttir)

Morð fyrir tvo (Kómedíuleikhúsið)

Dýrin í Hálsaskógi (Höfrungur leikdeild)

Þjóðleikur á Vestfjörðum 2017 - leiklistarverkefni ungs fólks

Uppsetning á leikriti (Litli leikklúbburinn)