Fara í efni

Fréttabréf Vestfjarðastofu er komið út!

Fréttir

Fréttabréf Vestfjarðastofu fyrir janúarmánuð er komið út og er blaðið með óhefðbundnum hætti að þessu sinni. Þar er litið yfir farinn veg hjá starfsfólki á síðasta ári og horft inn í verkefni ársins í ár. Það getur verið gott að fá að skyggnast aðeins á bak við tjöldin til að sjá vinnu sem stundum getur virkað ögn ósýnileg. Ekki að starfsfólkið þjáist endilega af knýjandi þörf til þeyta eigin lúðra, en mikilvægt er að gera grein fyrir þeirri vinnu sem verið er að vinna fjórðungnum til heilla.

Febrúar er hafinn með sínum skemmtilegu litbrigðum hvort sem horft er til umhverfisins eða mannlífsins og við erum sérlega heppin þar sem hann felur í sér bónusdag þar sem hlaupár er í ár. Megi hann nýtast okkur öllum til góðra verka. 

Fréttabréf janúar