Í framhaldi af alvarlegri bilun í fjarskiptakerfi Mílu þann 26. ágúst s.l. sendi stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og sveitarfélög á Vestfjörðum frá sér harðorðar ályktanir á stjórnvöld og Alþingi. Stjórn FV óskaði einnig eftir fundum með innanríkisráðherra og með Alþingi.
Í dag 15. september áttu formaður og framkvæmdastjóri áttu fund, með umhverfis og samgöngunefnd Alþingis og fundur verður með innanríkisráðuneyti á fimmtudag þann 18. september n.k.. FV átti einnig fundi með Símanum og Mílu þann 4. september auk þess sem hafa rætt málið við þingmenn kjördæmisins. Á þessum fundum hefur ályktun stjórnar FV frá 26. ágúst verið fylgt eftir og lögð rík áhersla á að rofin verði sú pattstaða sem hefur verið um hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði. En allir aðilar eru sammála um að hefði slík hringtenging verðið til staðar þá hefði bilunarinnar varla verið vart að hálfu viðskiptavina fjarskiptafyrirtækja. Öryggisþáttur þess máls hefur því verið settur á oddinn, en um leið er í engu hvikað frá því baráttumáli að allri þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum verði tengdir ljósleiðara, jafnframt sem sett verði áætlun um eflingu fjarskipta í dreifbýli.