13. desember 2012
Fréttir
Fyrsti fundur samráðshóps vegna sóknaráætlunar Vestfjarða verður haldinn mánudaginn 17. desember nk. Fundurinn er fjarfundur og verður haldinn í Þróunarsetrinu Hólmavík, Þróunarsetrinu Skor, Patreksfirði og í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Fundurinn hefst kl. 11:00 og er áætlað að hann standi í um tvo tíma. Upphaflega var áætlað að halda sameiginlegan fund samráðsvettvangs, en veður og færð leyfa það ekki að þessu sinni.
Samkvæmt ákvörðun 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga verður fundurinn opinn öllum hagsmunaaðilum. Því vill Fjórðungssamband Vestfirðinga vekja athygli á fundinum og óska eftir því að áhugasamir skrá þátttöku sína í síma 450-3000 eða á með tölvupósti á netfangið skrifstofa@fjordungssamband.is