Fara í efni

Fundur um nýtingaráætlun fyrir Jökulfirði og Ísafjarðardjúp

Fréttir

Þann 18. september milli kl. 12-13 var opin kynning á verkefninu Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða. Jamie Alley stundakennari við meistaranám Háskólaseturs Vestfjarða byrjaði og var með kynningu á ensku um skipulagsmál á strandsvæðum. Eftir smá umræður kynntu þeir Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdarstjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og Gunnar Páll Eydal frá Teiknistofunni Eik verkefnið og þá vinnu sem er að hefjast. Glærur af fundinum verður hægt að finna hér á þessari síðu um Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði.