Fara í efni

Fyrirtækjakönnun landshlutanna stendur yfir

Fréttir

Nú stendur yfir fyrirtækjakönnun landshluta sem gerð er reglulega í samstarfi landshlutasamtakanna og hefur Vestfjarðastofa umsjón með framkvæmdinni á Vestfjörðum.

Könnunin er gerð meðal fyrirtækja á öllu landinu og gefur hún mikilvægar upplýsingar um stöðu atvinnulífsins. Niðurstöðurnar gefa góðar vísbendingar sem nýtast við þróun atvinnu á svæðinu og eru fyrirtæki hvött til þess að taka þátt. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri en líka fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, einyrkjum og öðrum sem hafa fólk í vinnu.

Afstaða og skoðanir hvers og eins skipta máli. Það tekur þátttakendur aðeins 11 mínútur að meðaltali að svara þessari könnun.

Smelltu hér til að taka þátt!