Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga er nú haldið í fyrsta sinn. Þingið er haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík og hafa margir gestir komið og ávarpað þingið. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ávörpuðu þingið og ræddu verkefni sinna ráðuneyta. Halldór Halldórsson, frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, kynnti SÍS og verkefni á þeirra vegum sem í gangi eru á Vestfjörðum og Hrafnkell Á. Proppé, skipulagsstjóri Höfuðborgarsvæðinu, kynnti skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu og fór yfir þróun skipulagsmála. Pétur Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, þakkaði Einari K. Guðfinnssyni fyrir vel unnin störf fyrir fjórðungsins undanfarna áratugi og fékk hann útskorinn geirfugl og stein úr Kofranum að gjöf fyrir framlag hans til byggðamála á Vestfjörðum.