15. október 2007
Fréttir
Út er komin diskurinn Fuður með Guðmundi Jónssyni, lagasmiðnum góðkunna úr Sálinni hans Jóns míns. Diskurinn er jafnframt endahnykkurinn á þríleik hans Japl, Jaml og Fuður. Öll lög og textar eru glæný eftir Gumma.
Strax í kjölfar útkomu Fuðurs mun Gummi, með fulltyngi kassagítars halda í hljómleikaferð um landið þvert og endilangt og flytja efni af þríleiknum áðurnefnda, ásamt velvöldum ópusum úr öðrum áttum. Gummi mun spila á þremur stöðum á Vestfjörðum í ferðinni, á Café Riis á Hólmavík miðvikudaginn 17. október, í Kjallaranum í Einarshúsi í Bolungarvík fimmtudaginn 18. október og á Langa Manga á Ísafirði föstudaginn 19. október. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 á öllum stöðunum.
Frá þessu er sagt á www.vikari.is og www.gummijons.is.