Fara í efni

Haf og strandsvæðaskipulag. Drög að frumvarpi til laga í kynningu.

Fréttir
Tillaga að nýtingaráætlun Arnarfjarðar 2012-2024
Tillaga að nýtingaráætlun Arnarfjarðar 2012-2024

Haustið 2014 setti umhverfisráðherra á laggirnar starfshóp um gerð frumvarps til laga um haf og strandsvæðaskipulag, starfshópurinn skilaði tillögu til umhverfisráðherra nú í byrjun nóvember og frumvarpið er nú opið til umsagnar til 9. desember n.k, sjá nánar hér.

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa haft forystu í umræðu um mikilvægi strandsvæðaskipulags m.a. höfðu þau frumkvæði að því að gerð nýtingaráætlun Arnarfjaraðar 2012, sem unnið var í samstarfi Fjórðungssambands Vestfirðinga, Háskólaseturs Vestfjarða og Teiknstofunnar Eik,Ísafirði. Sveitarfélögin þrýstu samhliða á að sett yrðu lög um gerð strandsvæðaskipulags.

 

Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, umhverfis og auðlindaráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og Skipulagsstofnun. Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindráðuneyti var formaður starfshópsins en fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga var Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins.